top of page

Vöruhönnun

Eggjabikar  |  handgert, plexi, plast, tré

​Fyrst kemur eggið - sem breytist í unga, sem endar síðan sem hæna á priki. Þannig er nú lífsins saga.


Hugmyndin að baki hönnun;
Íslenska landnámshænan er eitt litríkasta hænukyn í heimi enda hefur stofninn haldið sér óbreyttur frá Landnámi. Þessir litfögru og persónulegu eggjabikarar eru gerðir blessaðri landnámspútunni okkar til heiðurs :)
Fallegar gjafapakkningar. 





Fuglahús og/eða ljósker  | handrennt keramik

Þetta eru yndisfögur fuglahús til að hengja annað hvort upp í tré eða á svalir.
Hvert hús er handrennt úr kermík og handmálað, svo að ekkert þeirra er eins.
Hæð  ca. 18 cm - Þolir frost og funa! - Hægt að nota sem ljósker inni eða úti.


Hugmyndin að baki hönnun:
Ég hef mjög gaman af fuglasöng og gef fuglunum eitthvað í gogginn allan veturinn. Mig langaði að sjá fagurt fuglahús sem erfitt væri fyrir kettina að komast í, fuglahús sem smart hönnun og sem skreytir líka umhverfið.

Kiljubókarhillan „A"Lakkað ál

​Sérhannaðar hillur fyrir kiljubækur.

Margir möguleikar;  ein og sér, eða tvær og fleiri settar saman.Hentar í öll herbergi eða í sumarbústaðinn. Það er nú lágmark að "Bókmenntaþjóðin" hafi flottar bókahillur!

Framleitt og hannað á Íslandi.



Hugmyndin að baki hönnun:

Innblástur að þessari hillu er bæði upphafsstafur okkar stafrófs sem og fjöllin okkar og andstæðir litir íslenskrar náttúru.

 

 

 

Stóllinn Retro Smile|​ Ál, handlituð ull.

Þetta er stóll sem ég hannaði og smíðaði úr álprófílum. Stóllinn ber fortíðarkeim, er sambland úr nútíð og fortíð. Áklæðið er handlituð ull og minnir mann á heita sumardaga, þegar maður liggur í heitu lyngi og horfir til himins. Litirnir eru heitir en líka kaldir, eins og íslenskur sumardagur.


Hugmyndin að baki hönnun:
Þriggja fóta stólar hafa alltaf heillað mig og langaði mig að gera einn slíkan í anda nútíðar og fortíðar en með með tengingu til Íslands.

Stóllinn er léttur og kátur og ber í sér góðar minningar.

Álfadúkkuhúsið leikfang

Barnaleikfang til að þroska og þróa meðfætt hugarflug okkar. Pakkinn samanstendur af álfadúkkuhúsi (flat pack), endurlímanlegir límmiðar(removable stickers) - 7 dúkkulísur.



Hugmyndin er að öll erum við einstök og engir tveir eru eins, hundur þarf ekki að vera hvítur eða brúnn, hann getur verið með sérstakt andlit... eins og ugla td.... með fjaðurskott og rauður á lit, en samt með fjórar lappir! Börnin geta búið til sína sögu með dúkkulísunum, og teiknað fleiri inn í söguna, búið til föt eða fylgihluti, teiknað í kringum hverja fígúru og litað sjálf og klippt út. Allt er leyfilegt og áður en maður veit af situr barnið upptekið í sínum ævintýraheimi og "dundar" sér við þetta stórskemmtilega leikfang.

Eitthvað sem þér leist vel á í möppunni minni, langar kannski að við vinnum saman? Ekki hika við að hafa samband :)

Just a sample of my work. To see more or discuss possible work >>

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn. Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða.

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn. Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða.

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn. Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða.

Kíktu líka á Grafísk hönnun og Myndskreytingar.

Hér fyrir ofan er slide show með 5 myndum, ýttu á örvarnar

fyrir neðan mynd hægra megin.

Kærleiksskálin | Handgert úr plexi​

Hugmyndin að baki hönnun:

Orð eru orka - jákvæð samskipti skapa jákvæða orku. Við erum öll ábyrg.

Eitt af því sem er sameiginlegt helstu trúarbrögðum heims eru ORÐIN sem sett eru fram á þessari skál,  þeim raðað upp í þrjá hringi því talan 3 er heilög og máttug á margan hátt.


Hægt að nota skálina á ýmsan máta; undir eitthvert góðgæti eða undir skartið þitt, fyrir þurrkuð blóm, kerti í kertaglasi,  fallega steina, kristalla eða bara andrúmsloftið -  til að njóta og lesa orðin fögru!

Skálin Dugga - dugg  |  Spónlagður pappi

Ég hef þróað aðferðina við smíði og hönnun þessara skála og smíða þær sjálf.Skálarnar eru formbeygðar úr spónlögðum og endurunnum pappa og erþað til að nýta efniviðinn sem best. Hver og ein skál er því einstök og engar tvær líta eins út.



Hugmyndin að baki hönnun:

Við vitum öll að Ísland er ekki land hinna miklu skóga...  Við hönnun skálarinnar hugsaði ég um að nýta efnið sem allra best og ekki síður hugsaði ég mikið út í nýtt form á skál. Hver segir að botn á skálum eigi að vera flatur?

Af hverju heitir skálin Dugga-dugg?

Ég ólst upp í Vestmannaeyjum, umkringd hafinu þar sem öll tilveran snérust um báta og rætur mínar liggja þar. Í barnæsku hafði ég óskaplega gaman  að sitja á Skansinum og fylgjast með bátunum dugga inneftir innsiglingunni og ákvað að nefna skálina það sem ég sjálf kallaði bátana sem lítil stelpa ... Dugga-dugg.

 

bottom of page