top of page

Bæklingar |Opinber fyrirtæki.

Bæklingar eru hugsaðir til að veita upplýsingar.

Því skiptir miklu máli að leturgerð og myndefni skapi andrúmsloft sem hæfir viðkomandi markhópi. Í þessum sýnishornum eru opinberir aðilar að kynna sértæka þjónustu sem þörf er á í erfiðum að- stæðum. Því er áherslan á litríkar myndskreytingar og læsilegan texta. Fyrir eldri borgara er letrið stórt.

Ársskýrslur |  Opinberar stofnanir

Ég hef gert töluvert mikið af stórum ársskýrslum með mikið af tölulegum upplýsingum. Gerð ársskýrslna er tímafrek vinna ef vel er gert því er það mikilvægt að velja hagkvæma kosti. Ég ráðlagði mínum viðskiptavinum að hafa sama útlit með litabreytingum eða öðrum smábreytingum þrjú ár í senn. Við tilboðagerð skiptir slík hagræðing miklu máli. Ríkissaksóknaraembættið var með gamla skýrslu í frekar litlu broti og prentað í einum lit. Í sýnishornum hér til hliðar er hægt að sjá hvílíkur munur er á læsileika uppsetninga. Ársskýrslur eru til að lesa þær! - því má ekki gleyma.

Lógó |  Ýmiss fyrirtæki

Flestir vita hversu nauðsynlegt er að hafa áhugavert merki sem ásýnd sinna viðskipta. Það liggur alltaf mikil hugsun og pæling að baki merkjahönnun. Ég hvet þig til að smella á hvert merki svo þú getir lesið um hugsunina að baki hverju þeirra.

Hér á síðunni er nokkur sýnishorn af verkefnum sem ég hef unnið í gegnum árin, ef þig langar að sjá meira, fá nánari upplýsingar eða bjóða mér vinnu... Þá væri gaman að heyra frá þér :)

Grafísk hönnun

Kíktu líka á Vöruhönnun og Myndskreytingar                                                

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn. Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða og sjáðu betur viðkomandi verkefni.

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn. Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða og sjáðu betur viðkomandi verkefni.

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn. Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða og sjáðu betur viðkomandi verkefni.

Ýmislegt  

Ég held ég hafi svei mér þá komið að öllum hliðum hönnunar! Alveg frá plakötum til umbúða! En niðurstaðan í allri hönnun er samt alltaf sú sama; það þarf að huga að tilgangi hvers verkefnis, huga að markhópi, allt snýst þetta um form og liti, jafnvægi og að augað grípi það sem verið er að kynna. Það eru margar aðferðir sem liggja þar að baki, hver með sinn tilgang. Hugsaðu um það þegar þú lætur hanna fyrir þig næst :)

Staðsettu bendilinn annað hvort lengst til hægri eða vinstir í myndaglugga, þá renna yfir fleiri sýnishorn.

Smelltu á mynd til að sjá hana stækkaða og sjáðu betur viðkomandi verkefni.

bottom of page